mánudagur, 3. febrúar 2014

Queen B!

Ást mín á Beyonce hefur engin takmörk!
mig dreymdi einu sinni að ég var að hanga með Bey og þegar vaknaði fór ég smá að gráta
ALLTAF!










Hvernig getur ein manneskja verið svona fullkomin, má þetta bara? svo er hún líka vitur líkt og sólin og gefur ekkert nema góð ráð!
amen
-H


sunnudagur, 2. febrúar 2014

sunday, sunday

Sunnudagur munu vera svona nokkurs konar samantekt á obsession vikunnar hjá mér í þetta sinn eru það tveir hlutir, í fyrsta lagi hárið á mér mig langar svo að klippa það en ég á í svona haltu mér slepptu mér sambandi við síðu lokkana. Ég er búin að finna klippingu sem ég er obsessed af og langar mjög svo mikið að láta vaða en svo hugsa ég alltaf en hvað ef ég sakna svo gamla hársins og þarf að eyða næstu árum í að safna? það er nefnilega nánast alltaf þannig að um leið og ég er búin að klippa mig þá sé ég eftir því. En ég ætla að setja inn nokkrar myndir af drauma hárlúkkinu mínu







þegar ég fer yfir þessar myndir hugsa ég alltaf jú ég geri þetta! en svo fatta ég að ég er ekki þessar konur og mitt hár og mitt andlistfall er ekki endilega að fara að púlla þetta lúkk!
og að afraksturinn verði meira í þessa átt! En það er nú reyndar ekki eins og ég sé að fara að snoða mig og þetta vex svosem aftur svo það er aldrei að vita nema ég láti verða að þessu

Hitt obsessionið mitt þessa vikuna er að mig langar svo að hafa svona "skrifstofu" eða réttara sagt lærdómsherbergi heima, ég nenni ekki alltaf að þurfa að hafa mig til og fara upp í skóla til að fá smá frið til að læra, þetta er ekki að fara að gerast á næstunni þar sem íbúðin mín er á stærð við sardínudós og það þarf nú þegar að koma fyrir fjórum einstaklingum í svefnpláss en það má alltaf láta sig dreyma, ég hef því legið yfir pinterest og ímynda mér nú að ég sitji inn í einhverju af eftirfarandi herbegjum






ég er alveg viss um að ef ég væri að læra í einhverjum af eftirfarandi herbergjum myndi mér ganga mun betur að læra, sérstaklega ef ég væri með þennan fallega gula glugga í herberginu, það væri toppurinn!
en jæja ég ætla að klára þennan fyrirlestur og hætta að láta mér dreyma í bili
Þetta verður víst að duga í bili!
venlig Hilsen 
-H


my delusions

Blogg, eitthvað sem ég hélt að yrði aldrei hluti af lífi mínu aftur en hér finn ég mig á nýjan leik knúna til að rita nokkur orð á veraldarvefinn.
Þetta byrjaði í raun allt á því að ég byrjaði að lesa elsku gamla MA bloggið mitt á fríðu frænku og fannst svo gaman að rifja upp allskyns minningar og atburði sem ég var hreinlega búin að gleyma, þetta var eins og að fara aftur í tímann og spjalla við unga mig.
Það er eitthvað svo gaman að sjá hvaða augum ung ég leit á lífið og hversu ólíka hluti ég hafði hugsað mér að vera að gera sem gömul kona, já ég er gömul kona 26 ára samkvæmt menntaskóla mér.
Ég lenti líka oft í því að skella upp úr við þessa lesningu og hugsaði í hvert skipti "djöfull var ég fyndin maður" þrátt fyrir að þetta hafi líklega verið eitthvað sem aðeins mér og sjö af mínum nánustu vinkonum þætti fyndið enn í dag.
Eftir að hafa lesið bloggið frá upphafi til enda datt mér í hug að byrja að blogga nýju og þá aðallega fyrir mig sjálfa til að eiga í framtíðinni, fyrst hugsaði ég en hvað hef ég svosem að blogga um tveggja barna móðir og nemi á Akureyri sem gerir fátt annað en að læra, þurrka hor og skipta um kúkableyju? ég hugsaði að þetta yrði aldrei jafn skemmtilegt og menntaskólabloggið þar sem ég lenti í nýjum ævintýrum(fylleríum) um hverja helgi. En ég ákvað nú samt að slá til, það gætu nú leynst skemmtilegar sögur inn á milli þar sem ég er nú með eindæmum seinheppin, einnig get ég drepið fólk úr leiðindum með endalausum myndum af strákunum mínum og jafnvel deilt með ykkur hlutum sem ég fjárfesti í eða langar að fjárfesta í en hef engan veginn efni á, það er einmitt eitt af mínum helstu áhugamálum, að skoða hluti sem ég hef engan veginn efni á að kaupa og kvelja mig með því að velja staði sem ég myndi setja þá á og hugsa hversu mikið betra líf mitt væri ef ég ætti þá!
Sjáum svo til hversu lengi þetta endist en ég gef þessu að minnsta kosti út næstu viku
ég er búin að ákveða að setja alltaf inn skemmtilega sunnudags-innblásturs(a.k.a það sem mig langar í á pinterest)færslu og einhver svona skemmtilegheit inn á milli.
En ef að einhver skyldi nú lesa þetta sem ekki þekkir til mín þá ætla ég að kynna mig í nokkrum orðum, ég er 26 ára Akureyrarmær og tveggja barna móðir líkt og fram hefur komið, ég er á þriðja ári í BA námi í sálfræði, ég er virkilega seinheppin, ég fer alltaf all in í hlutina sem endist vanalega í nokkrar kukkustundir og svo fer ég all out! ég get verið óttarlega dramatísk en er þó oftast kaldhæðin og þoli ekki væmið bull. Ég hef mikinn áhuga á tísku, förðun og fallegum hlutum fyrir heimilið og í ímyndaða lífinu mínu er ég tískumarkaðsfræðingur og master make-up artist ég bý í new york og geng bara á háum hælum og er alltaf með varalit.
jæja ég ætla að segja þetta gott sem fyrstu færslu enda er ég með eindæmum þreytt þar sem klukkan er að nálgast tvö og ég ennþá vakandi á þessum ókristilega tíma (ímyndaða ég væri líklega nýdottin í kokteila á heitasta klúbbi borgarinnar eftir frábæra vinnuviku) hin raunverulega ég er aftur á móti í risa boxerbrók og víðum, slitnum og eilítið gegnsæum bol upp í rúmi, nýbúin að tæma box af æðibitum og að skrifa bloggfærslu, til hamingju Hulda þú ert búin að meika það!
það er fátt sem mér þykur erfiðara en að vakna snemma á morgnanna enda var ég tíður gestur hjá Sigurlaugu Önnu í Menntaskóla til að ræða um mætingarprósentu mína fyrir hádegi!
ég átta mig á því að þetta blogg verður líklega bara til þess að skemmta sjálfri mér í framtíðinni, en það vona að vinir nær og fjær geti notið þess með mér.
bless Hulda